Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd, fjallar um miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun. Sagt verður frá niðurstöðum könnunar þar sem rannsóknarefnið var börn og netmiðlar, tækjaeign þeirra og virkni á samfélagsmiðlum, öryggi á netinu, fréttir og falsfréttir svo fátt eitt sé nefnt.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.