Nærandi nærvera | Foreldramorgunn

Nærandi nærvera – eflum tengsl foreldra og barna Kristrún Kristjánsdóttir er móðir, hjúkrunarfræðingur, jógakennari og söngkona. Hún hefur þónokkra reynslu af leikskólastarfi og hefur haldið krakkajóga sumarnámskeið. Sara Gabríela er móðir, hefur unnið sem dagmamma og verið mikið í barnastarfi, t.d. Félagsmiðstöðin við Gufunes. Hún bjó einnig í Danmörku þar sem hún var með heimarekið […]

Skiptimarkaður fyrir útiföt og önnur skólaföt

Úti- og skólafata-skiptimarkaður fyrir leik-og grunnskólabörn. Hefur barnið þitt stækkað um helming í sumar? Þarftu að endurnýja öll útifötin fyrir nýtt skólaár?  Kíktu á bókasafnið með úlpurnar, pollagallana, snjógallana og annað sem er hætt að passa á barnið þitt og sjáðu hvort þú finnir eitthvað sem  passar betur. 

Luktasmiðja

Luktasmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum   Nú styttist í hátíð ljóss og friðar og er þá tilvalið að kíkja á fjölskyldustund á bókasafninu og búa til fallega lukt til að tendra friðarljós. Í þessari notalegu samverustund geta börn og fjölskyldur komið saman og búið til marglitar luktir sem tendra ljós, hið innra og hið ytra, þegar […]

Leslyndi | Eva Björg Ægisdóttir

Eva Björg Ægisdóttir, verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 1. október. Eva Björg Ægisdóttir fæddist á Akranesi 27. júní 1988. Fyrstu skref hennar í skrifum voru tekin í Grundaskóla á Akranesi þegar hún vann smásagnakeppni, en eftir það liðu um tæp fimmtán ár þar til næsta ritverk fékk að líta dagsins ljós. Eftir nám í […]

Barnatónleikar

Kammerhópurinn Stundarómur er hópur ungs tónlistafólks. Hópurinn samanstendur af Ólínu Ákadóttur (píanó), Hafrúnu Birnu Björnsdóttur (víóla), Steinunni Maríu Þormar (selló og söngur), Daniel Haugen (euphonium og tónskáld) og Ester Aasland (klarinett og tónskáld).  Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Stundaróms sem fer fram á höfuðborgarsvæðinu og tveimur bæjum í Noregi. Tilgangurinn er að tryggja jafnan aðgang […]

Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi 

Þann 11. september næstkomandi mun Bókasafn Kópavogs standa fyrir ráðstefnu í fordyri Salarins, tónlistarhúsi (við hliðina á Bókasafni Kópavogs). Ráðstefnan er hugsuð fyrir starfsfólk bókasafna, öll þau sem starfa með innflytjendum, flóttafólki og hælisleitendum og öll önnur sem hafa áhuga á fjölmenningu. Á vordögum 2024 hlaut Bókasafn Kópavogs styrk frá Bókasafnasjóði fyrir fjölmenningarlegri viðburðaröð og […]

Geðræktarvika | Hláturjóga með Gleðismiðjunni

Í tilefni af gulum september og Geðræktarviku á Bókasafni Kópavogs mun Gleðismiðjan koma á Bókasafnið með hláturjóga. Stutt fræðsla, hláturjógaæfingar og fleira skemmtilegt. Viðburðurinn er hluti af geðræktarviku Bókasafns Kópavogs sem haldin er til að styðja við og vekja athygli á gulum september. Frítt er inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Hvað er málið með þessar kökur?

Kökuboð á Bókasafninu! Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd verður með skemmtilegt og fræðandi erindi um hvað það er sem við erum að samþykkja þegar við samþykkjum allar vefkökur. Hvaða upplýsingar erum við til í að veita þriðja aðila um okkur? Af hverju biðja forrit um aðgang að myndavélinni okkar eða staðsetningu? Létt […]

Hamraborg Festival

Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs. Hátíðin er haldin ár hvert í lok ágúst og markar þar með enda sumarsins með vikulöngum fögnuði listar og samfélagsins í Hamraborg. Hátíðin í ár hefst þann 29. ágúst og tekur yfir Hamraborgina til 5. September, 2025. Listin umlykur allt og öll eru velkomin! Allar sýningar og […]

SÖGUSTUND | Örverk og leiklestrar

Starfsmenn Skapandi sumarstarfa í Kópavogi lesa upp úr örverkum sínum og leikverkum á Bókasafni Kópavogs, þriðjudaginn 1. júlí kl. 16:00. Verkefni sem fram koma: Iðunn Gígja KristjánsdóttirLes uppúr tragekómíska örverkasafninu Sjálfshatrið sem fylgir ofsoðnu pasta Ragnheiður GuðjónsdóttirFer með leiklestur upp úr örleikritasafninu Hvað er í vösunum? Kristín Þorsteinsdóttir & Sigríður Halla EiríksdóttirFara með leiklestur upp […]

Leslyndi | Sjón

Sigurjón Birgir Sigurðsson, einnig þekktur undir listamannsnafninu Sjón, verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 3. desember. Sjón fæddist 27. ágúst 1962 í Reykjavík og var einungis 16 ára þegar hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Sýnir (1978). Hann hefur síðan þá skrifað fjölda ljóðabóka og skáldsagna, skrifað leikrit, samið texta við lög og gefið út […]

Trönur fyrir frið

Origami fjölskyldusmiðja á Bókasafni Kópavogs.  Tranan er tákn fyrir frið og hamingju í Japan. Að brjóta trönu er orðin táknræn athöfn fyrir óskina um frið en samkvæmt japanskri þjóðtrú getur tranan uppfyllt einlægar óskir.  Hugmyndin um að brjóta 1000 trönur fyrir frið er sprottin úr sögunni um Sadako sem fékk hvítblæði þegar hún var 10 ára […]

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað