Lesið fyrir hunda

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is  Athugið að barnið er ekki skráð fyrr en staðfestingarpóstur með tímasetningu hefur borist. Aðeins eru sex laus pláss í hvert sinn. Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 […]

Lesið fyrir hunda

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is  Athugið að barnið er ekki skráð fyrr en staðfestingarpóstur með tímasetningu hefur borist. Aðeins eru sex laus pláss í hvert sinn. Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 […]

Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands

Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram við aðalsafn, fyrir utan barnadeildina á 1. hæð, laugardaginn 6. september kl. 12-14. Komdu með pottaplöntur og afleggjara, inniblóm og útiblóm, stór og smá og taktu plöntu með þér heim í staðinn. Allt grænt og vænt velkomið!

Glæðum sögurnar lífi

Glæðum sögurnar lífi – teiknismiðja með Bergrúnu Írisi mynd- og rithöfundi Börn og fjölskyldur koma saman og teikna myndir upp úr sögum og ævintýrum með Bergrúnu Írisi.  Notaleg fjölskyldusmiðja þar sem börnum gefst kostur á að hitta rithöfund og teiknara og glæða sínar eigin sögur lífi í skemmtilegri teiknismiðju. Hægt er að teikna myndir upp […]

Óróasmiðja

Fjölskyldustundin 8. nóvember fer fram á Lindasafni. Komum og mótum óróa úr spennandi efnivið sem byggður er á náttúruríkjunum fjórum: Steinaríkið, plönturíkið, dýraríkið og ríki manneskjunnar. Smiðjan hentar börnum á öllum aldri og öll eru hjartanlega velkomin! Fjölskyldustundir á laugardögum eru notalegar samverustundir, gjarnan smiðjur, sem fara fram í menningarhúsunum í Kópavogi og eru styrktar af […]

Mexíkósmiðja

Fjölskyldustundin 18. október fer fram á Lindasafni. Komum og vefum saman litríka, litla skúlptúra sem kenndir eru við Ojos de Dios. Smiðjan hentar börnum á öllum aldri og öll eru hjartanlega velkomin! Fjölskyldustundir á laugardögum eru notalegar samverustundir, gjarnan smiðjur, sem fara fram í menningarhúsunum í Kópavogi og eru styrktar af menningar- og mannlífsnefnd.

Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Gestur Leslyndis í nóvember er sjálf Kristín Helga Gunnarsdóttir. Kristín Helga er fædd í Reykjavík þann 24. nóvember 1963. Hún er með BA-próf í spænsku og fjölmiðlafræði og hefur skrifað mikinn fjölda barna- og fjölskyldubóka, en hún er m.a. höfundur bókanna um Fíusól sem hefur einnig verið sett upp sem leiksýning, bókanna um Móa hrekkjusvín […]

Nærandi nærvera | Foreldramorgunn

Nærandi nærvera – eflum tengsl foreldra og barna Kristrún Kristjánsdóttir er móðir, hjúkrunarfræðingur, jógakennari og söngkona. Hún hefur þónokkra reynslu af leikskólastarfi og hefur haldið krakkajóga sumarnámskeið. Sara Gabríela er móðir, hefur unnið sem dagmamma og verið mikið í barnastarfi, t.d. Félagsmiðstöðin við Gufunes. Hún bjó einnig í Danmörku þar sem hún var með heimarekið […]

Skiptimarkaður fyrir útiföt og önnur skólaföt

Úti- og skólafata-skiptimarkaður fyrir leik-og grunnskólabörn. Hefur barnið þitt stækkað um helming í sumar? Þarftu að endurnýja öll útifötin fyrir nýtt skólaár?  Kíktu á bókasafnið með úlpurnar, pollagallana, snjógallana og annað sem er hætt að passa á barnið þitt og sjáðu hvort þú finnir eitthvað sem  passar betur. 

Luktasmiðja

Luktasmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum   Nú styttist í hátíð ljóss og friðar og er þá tilvalið að kíkja á fjölskyldustund á bókasafninu og búa til fallega lukt til að tendra friðarljós. Í þessari notalegu samverustund geta börn og fjölskyldur komið saman og búið til marglitar luktir sem tendra ljós, hið innra og hið ytra, þegar […]

Leslyndi | Eva Björg Ægisdóttir

Eva Björg Ægisdóttir, verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 1. október. Eva Björg Ægisdóttir fæddist á Akranesi 27. júní 1988. Fyrstu skref hennar í skrifum voru tekin í Grundaskóla á Akranesi þegar hún vann smásagnakeppni, en eftir það liðu um tæp fimmtán ár þar til næsta ritverk fékk að líta dagsins ljós. Eftir nám í […]

Barnatónleikar

Kammerhópurinn Stundarómur er hópur ungs tónlistafólks. Hópurinn samanstendur af Ólínu Ákadóttur (píanó), Hafrúnu Birnu Björnsdóttur (víóla), Steinunni Maríu Þormar (selló og söngur), Daniel Haugen (euphonium og tónskáld) og Ester Aasland (klarinett og tónskáld).  Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Stundaróms sem fer fram á höfuðborgarsvæðinu og tveimur bæjum í Noregi. Tilgangurinn er að tryggja jafnan aðgang […]

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað