Einar Lövdahl | Bókmenntaklúbburinn Hananú!
Einar Lövdahl verður gestur í bókmenntaklúbbnum Hananú miðvikudaginn 16. október kl. 16:00 Einar Lövdahl er höfundur bókarinn Gegnumtrekkur en hann mun ræða tilurðar bókarinnar og lesa úr henni fyrir gesti. Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – […]
Eyrún Ósk Jónsdóttir | Bókmenntaklúbburinn Hananú!
Eyrún Ósk verður gestur í Hananú miðvikudaginn 2. október kl. 16:00. Hún mun fjalla um bók sína Guðrúnarkviðu og lesa úr henni fyrir gesti. Eyrún Ósk hefur gefið út 16 bækur, ljóðabækur, barna og unglingabækur, skáldsögur og myndskreytta barnabók. Þá hefur hún einnig skrifað kvikmyndahandrit, leikrit, smásögur og greinar í blöð og tímarit. Bókmenntaklúbburinn Hananú! […]
Bókmenntaklúbburinn Hananú!
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð
Komum saman og búum til litskrúðugar ævintýrakórónur í sumarbyrjun, litlar og stórar, skrýtnar og skemmtilegar. Smiðjan fer fram á þriðju hæð bókasafnsins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Rabbað um erfðamál
Fræðsluerindi um erfðarétt og erfðamál með Elísabet Pétursdóttur, lögmanni hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar Elísabet mun fara yfir ýmis hagnýt atriði er varða erfðarétt. Meðal þess sem farið verður í, er hvenær heimild fæst til setu í óskiptu búi og hvað sá sem situr í óskiptu búi má gera meðan búinu hefur ekki verið skipt. Þá er […]
Barnamenningarhátíð í Kópavogi
Brúðuleikhús, kórpartý, krakkajóga og lúðrastuð. Verið hjartanlega velkomin á Barnamenningarhátíð í Kópavogi, laugardaginn 27. apríl. Við erum komandi kynslóðirFjörug tónlistardagskrá í Salnum 12:00 – 12:40Krakkakór Kársness, Stórikór Kársness og Skólakór KársnessStjórnandi: Álfheiður Björgvinsdóttir 13:00 – 13:25Skólahljómsveit Kópavogs ásamt Sölku Sól (á útisvæði)Stjórnandi: Össur Geirsson 13:30 – 13:50Barnakór og Skólakór SmáraskólaStjórnand: Ásta Magnúsdóttir 14:00 – 14:25Kór […]
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis […]
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis […]
Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands
Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram við aðalsafn laugardaginn 1. júní kl. 12-15. Komdu með pottaplöntur og afleggjara, inniblóm og útiblóm, stór og smá og taktu plöntu með þér heim í staðinn. Allt grænt og vænt velkomið!
Sagnaganga: Fantasíur og hrollvekjur í Kópavogi
Bókasafn Kópavogs og furðusagnahátíðin IceCon fá rithöfundinn og Kópavogsbúann Emil Hjörvar Petersen á ný í lið með sér og efna til sagnagöngu fimmtudaginn 23. maí. Emil leiðir göngu um sögusvið nokkurra bóka sinna sem gerast í bænum (Víghólar, Dauðaleit, Hælið), segir m.a. frá tilurð þeirra og lýsir því hvernig umhverfið spannst inn í sögurnar. Gangan […]
Bókamarkaður
Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.
Bókamarkaður
Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.