Bókmenntaklúbburinn Hananú!
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
Upplestur úr barnabókinni Ruslaland
Ragnhildur Katla Jónsdóttir les úr nýrri barnabók sinni, Ruslalandi, á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Barnabókin Ruslaland er gerð til þess að vekja umræður og áhuga barna á umhverfisáhrifum neysluvenja okkar. Sagan gerist í heimi þar sem flokkun og umhverfishugsun er ekki til staðar og því er allt að drukkna í rusli. Getur ein manneskja og […]
Myndasöguvinnusmiðja
Myndasögudagbókarsmiðja undir leiðsögn Miukki Kekkonen, þar sem þú, eins og listamenn sýningarinnar, getur breytt lífi þínu í myndasögu og þannig fengið smá hlé til sköpunar á milli þess sem þú sækir hátíðina. Smiðjan verður haldin sunnudaginn 27. ágúst milli 14 – 16. Ókeypis aðgangur og öll velkomin. Smiðjan er á þriðju hæð Bókasafns Kópavogs.
Fíflast með fíflum
Myndlistarhópur Hlutverkaseturs er listhópur listahátíðarinnar Listar án landamæra árið 2023. Hópurinn mun opna sýninguna Fíflast með fíflum í menningarhúsunum 16. september. Laugardaginn 2. september býður listhópurinn upp á skemmtilega viðburði og þátttökuverkefni sem hverfast meðal annars um fífilinn svo sem fíflakast, fíflakrítar, fíflaratleik og fíflalega málun á trönum. Verið öll hjartanlega velkomin að fíflast með […]
Matvendni barna
Sigrún Þorsteinsdóttir, barnasálfræðingur og doktor í heilsueflingu, betur þekkt sem Café Sigrún, fjallar um matvendni barna og hagnýt ráð í tengslum við matvendni. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll […]
Virðingarríkt uppeldi (RIE)
Guðrún Birna le Sage markþjálfi fjallar um meðvitað og virðingarríkt uppeldi (RIE), uppruna þess og grunnhugmyndafræði þessarar vinsælu uppeldisstefnu og þær viðhorfsbreytingar sem hún kallar á. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis […]
Miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun
Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd, fjallar um miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun. Sagt verður frá niðurstöðum könnunar þar sem rannsóknarefnið var börn og netmiðlar, tækjaeign þeirra og virkni á samfélagsmiðlum, öryggi á netinu, fréttir og falsfréttir svo fátt eitt sé nefnt. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og […]
Kynlíf eftir barneignir
Indíana Rós kynfræðingur spjallar við foreldra um kynlíf eftir meðgöngu og þau áhrif sem nýtt barn hefur á foreldra og samband þeirra. Hún fjallar um breytta líkamsímynd eftir fæðingu og hvernig rækta má kynveru sína og finna aftur til kynlöngunar. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga […]
Þriðja vaktin
Hulda Tölgyes sálfræðingur ræðir við foreldra um þriðju vaktina. Ósýnileg, ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin, vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Dregnar verða fram afleiðingar ójafnrar byrði þriðju vaktarinnar og bent á leiðir til lausna. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og […]
Slysavarnir barna
Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna, fjallar um slysavarnir barna og hvernig tryggja má öryggi þeirra á heimilum og í bílum. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og […]
Plöntuskiptidagur að hausti
Vegna fjölda áskorana og ánægju með plöntuskiptidaginn í vor mun Garðyrkjufélag Íslands endurtaka leikinn nú í lok ágúst fyrir utan 1. hæð aðalsafns. Plöntur fóru frekar seint af stað þetta árið svo nú er gott tækifæri til að bæta í safnið og bítta á gersemum hvers og eins. Gott ef þau sem eiga komi með […]
Tigeryaki
„Tigeryaki“ er verk sem sameinar hefðbundin útskorin form og akrýlmálun við nýstárlega tækni sem notuð er við endurkortlagningar og vörpun. Verkið táknar andlegan verndara sem vakir yfir og leiðir einstaklinga í gegnum líf þeirra. Mynstur sem eru á stöðugri hreyfingu tákna líf okkar, síbreytilegt en engu að síður fallegt á sinn hátt. „Tigeryaki“ er uppspretta […]