Hugleiðsla

Hugleiðsla með Thelmu Björk Jónsdóttir á aðalsafni Bókasafns Kópavogs  „Leggjum inn á andlega bankann.“ Gestir sitja á stólum og Thelma leiðir tímann í gegnum öndun, möntrur, tónheilun og jákvæð inngrip. Tilgangurinn er að auka hamingjuna, virkja okkar innra ljós og eiga stund út af fyrir sig. Hver tími er 30 mín og það er frítt […]

Hugleiðsla

Hugleiðsla með Thelmu Björk Jónsdóttir á aðalsafni Bókasafns Kópavogs  „Leggjum inn á andlega bankann.“ Gestir sitja á stólum og Thelma leiðir tímann í gegnum öndun, möntrur, tónheilun (og jákvæð inngrip). Tilgangurinn er að auka hamingjuna, virkja okkar innra ljós og eiga stund út af fyrir sig. Hver tími er 30 mín og það er frítt […]

Stjörnumerkjaperl og barmmerkjasmiðja

Hvaða stjörnumerki ertu? Hrútur, vatnsberi, fiskur eða naut? Komum saman og perlum okkar eigið stjörnumerki eða búum til okkar eigið stjörnumerkjabarmmerki á Safnanótt.

Kvöldstund með Friðgeiri og Braga Páli

Friðgeir Einarsson og Bragi Páll Sigurðsson sendu fyrir síðustu jól frá sér skáldsögurnar Serótónínendurupptökuhemla og Kjöt sem báðar hafa báðar hlotið fyrirtaks viðtökur. Greina má sameiginlega þræði í þessum skáldsögum; rithöfundinum Eiríkur Örn Norðdahl fundust líkindin svo sláandi að líklega leyndist að baki skáldsögunum einn og sami maðurinn! Hér hittast þeir félagar og bera saman […]

Kvöldstund með Bergþóru og Braga Páli

Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson rithöfundar spjalla um lífið og listina og lesa úr skáldsögum sínum Duft og Kjöt sem komu út síðastliðið haust og vöktu báðar mikla athygli. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Sigga Kling á Safnanótt

Spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling verður á vappi um Bókasafn Kópavogs á Safnanótt, kíkir í kristalskúluna og miðlar til gesta af sinni alkunnu visku. Einstakt tækifæri til að skyggnast inn í framtíðina með spádómsdrottningunni einu og sönnu.

Margrét Eir á Safnanótt

Notalegir tónleikar með hinni frábæru söngkonu Margréti Eir. Ljúfar útsetningar á kunnum popplögum úr öllum áttum, nýjum og gömlum. Börkur Hrafn Birgisson kemur fram með Margréti á gítar. Tónleikarnir eru um það bil hálftíma langir og fara fram á annarri hæð safnsins. Ókeypis aðgangur og öll velkomin. _____________________ Margrét hefur starfað sem tónlistarkona og leikkona […]

Silent diskó á Safnanótt

Bókasafnið breytist í hljóðlátan næturklúbb á Safnanótt þegar boðið verður upp á Silent diskó á annarri hæð safnsins en Silent diskó er frábær leið til að upplifa tónlist og rými á glænýjan hátt. Plötusnúður þeytir skífum sem þú færð beint í eyrað í gegnum þráðlaus heyrnartól sem verða á staðnum. Sáraeinfalt er að flakka á […]

Sjálfsmildi | Foreldramorgunn

Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur mun fjalla um samkennd í eigin garð og mikilvægi þess að mæta sjálfum sér á erfiðum augnablikum með mildi, umhyggju og skilningi. Anna Dóra er sérfræðingur í klínískri sálfræði, félagsráðgjafi og núvitundarleiðbeinandi. Hún sinnir greiningu og almennri sálfræðimeðferð fullorðinna á stofu og leiðir hópnámskeið. Sérsvið hennar eru þunglyndi, kvíði og streita. […]

Ævintýralandið

Spennandi og litrík fjölskyldustund þar sem við veltum fyrir okkur óendanlegum möguleikum pappírsins til sköpunar. Að smiðju lokinni verður hægt að taka djásnin með sér heim. Leiðbeinandi er Anna Henriksdóttir. Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Aðgangur á viðburði er ókeypis og öll velkomin.

Ljóðaandrými | Innsetning

Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi. Skáldin sem um ræðir eru þau Ragnheiður Lárusdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Hildur Kristín Thorstensen, Gunnhildur Þórðardóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Anton Helgi Jónsson. Öll velkomin. Ragnheiður […]

Aðalsafn

mán-fös
8-18
12. júlí-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
12. júlí-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað