24. jan 17:00 – 18:00

Skáldin lesa | Ljóðastund á bókasafninu

Aðalsafn

Skáldin Draumey Aradóttir, Guðmundur S. Brynjólfsson, Harpa Rún Kristjánsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir lesa upp úr bókum sínum á ljóðastund á bókasafninu í tengslum við daga ljóðsins.

Öll velkomin.

Léttar veitingar í boði

Draumey Aradóttir er kennari, skáld og rithöfundur en hefur jafnframt lagt stund á heimspeki og lífspeki. Hún er „logophile“ – sú sem elskar orð; merkingu þeirra, vensl og uppruna. Eftir hana liggja sjö bækur; tvær barna- og unglingabækur og fimm ljóðabækur. Fyrir utan íslensku hafa mörg ljóðanna birst á ensku, sænsku, þýsku, frönsku og hefur Draumey hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir mörg þeirra. 

Draumey kallar sig gjarnan förukonu og í ljóðabókum sínum býður hún lesendum sínum með sér í ferðalög í gegnum mismunandi viðfangsefni. Varurð, sem kom út að hausti 2022, er þannig ljóðför í gegnum óttann, en í nýútkominni ljóðabók hennar, Einurð, er förinni heitið gegnum hrif. 

Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur er fæddur 20. nóvember 1964 og ólst upp á bænum Hellum á Vatnsleysuströnd. Guðmundur hefur á síðustu árum verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands, starfað sem djákni í afleysingum t.d. í Árborgarprestakalli. Þá hefur Guðmundur skrifað pistla fyrir fjölmiðla og unnið að ritstjórnarverkefnum í bókaútgáfu. Þá hefur hann skrifað fræðigreinar og haldið fyrirlestra og haldið ritlistarnámskeið. 

Guðmundur lauk BA prófi í almennri bókmenntafræði 1993 frá HÍ og MA gráðu í leiklistarfræðum frá University of London 1994 og var við rannsóknir í menningarsögu við sama skóla á árunum 1997 til 1999. Hann lauk prófi í djáknafræðum frá HÍ 2007 og tók vígslu sem djákni 2012 en það sama ár lauk hann MA prófi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og doktorspófi í sömu grein 2022. Bókin hans Hrópað úr tímaþvottavélinni kom út nú fyrir jólin og vakti verðskuldaða athygli.

Harpa Rún Kristjánsdóttir rithöfundur er bókmenntafræðingur að mennt. Þá hefur hún starfað sem sauðfjárbóndi, bóksali, prófarkalesari og viðburðarstjóri. Hún hefur skrifað skáldsögu, leikrit og ljóð auk þess að fást við þýðingar. Harpa hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur sem og tvær bækur í samstarfi við ljósmyndara. Auk þess hafa textar hennar og smásögur birst í blöðum, tímaritum og safnritum. Árið 2019 hreppti Hamra bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið að ljóðabókinni Eddu og 2021 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Kynslóð. Nýjasta ljóðabók hennar nefnist Vandamál vina minna og kom út árið 2023.

Melkorka Ólafsdóttir er tónlistarkona og skáld og starfar við dagskrárgerð hjá Rás 1. Hún hefur skrifað ljóð frá barnsaldri og gaf ung út tvö ljóðahefti; Unglingsljóð (2000) og Ástarljóð (2004). Melkorka er ein Svikaskálda, sem saman hafa gefið út þrjár ljóðabækur, Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018) og Nú sker ég netin mín (2019), auk skáldsögunnar Olíu, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2021. Melkorka lauk meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands vorið 2018. Fyrsta ljóðabók hennar í fullri lengd, Hérna eru fjöllin blá, kom út haustið 2019. Haustið 2023 gaf Forlagið út myndskreyttu ljóðabókina Flagsól, ljóðabók um sveppi, eftir Melkorku og teiknarann Hlíf Unu Bárudóttur. Flagsól hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda, seldist upp fyrir jól og hreppti silfrið í Bóksalaverðlaununum árið 2023.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí
08
maí
14
maí
15
maí
15
maí
16:30

Rabbað um erfðamál

Aðalsafn
16
maí
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

Aðalsafn
27
maí
01
jún
08:00

Plöntuskiptimarkaður

Aðalsafn
03
jún
08
jún
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
01
júl
06
júl
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner