28. nóv 17:00 – 18:30

Sól í sinni | Venesúelsk hátíð

Aðalsafn

Dagskrá:
17:00 Sögustund á spænsku
18:00 Venesúelsk þjóðlagatónlist með Galaxia Paraíso

Venesúelsk hátíð í Bókasafni Kópavogs
Á löngum fimmtudegi á Bóksafni Kópavogs verður blásið til venesúelskrar hátíðar á Bókasafni Kópavogs! Komdu og smakkaðu ekta venesúelskan mat, upplifðu venesúelska ‏þjóðlagatónlist á strengjahljóðfæri og hlustaðu á sögustund á spænsku með leikaranum Abdias Santiago.

Venesúelska hátíðin er haldin í samstarfi við GETU – hjálparsamtök sem styðja við flóttafólk og umsækjendur um vernd í Hafnarfirði, Kópavogi og nágrenni. Með reglulegum samverustundum, listasmiðjum og öðrum viðburðum er leitast við að rjúfa félagslega einangrun flóttafólks, efla getu ‏‏þeirra og virkni og stuðla ‏þannig að inngildingu og jákvæðu fjölmenningarlegu samfélagi.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!

Sögustund á spænsku með Abdias Santiago
Komdu og hlustaðu á sögustund á spænsku fyrir alla fjölskylduna þ‏ar sem leikarinn og dansarinn Abdias Santiago mun lesa og segja sögur frá sínu heimalandi Venesúela. 

Abdias Santiago er dansari og leikari frá Venesúela sem hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin tvö ár. Abdias hefur tekið þ‏átt í mörgum dans- og leikhúsverkefnum fyrir og með börnum í Venesúela.

Venesúelsk ‏þjóðlagatónlist með Galaxia Paraíso
Dúettinn Galaxia Paraíso skipa tónlistarfólkið Algleidy Zerpa Canas og Alfredo Flores frá Venesúela. Þau eru búsett á Íslandi þar sem þau starfa að tónlist samhliða verkefnum tengdum kennslu og starfi með börnum og ungmennum. Algleidy spilar á selló, en Alfredo leikur á lítið strengjahljóðfæri upprunnið í Suður Ameríku sem kallast quatro. Saman munu þau spila og syngja þjóðlagatónlist frá heimalandi þeirra Venesúela.  

17:00 Storytelling in Spanish
18:00 Venezuelan Folk Music with Galaxia Paraísó

Venezuelan festival at the Library in Kópavogur
Come join us for a Venezuelan festival at the public library in Kópavogur on long Thursday. Taste Venezuelan cuisine, experience Venezuelan folk music and listen to a story in Spanish, read by actor Abdias Santiago.

Venezuelan festival is held in cooperation with GETA aid organization that supports refugees in Hafnarfjörður, Kópavogur and surrounding areas. Through regular get-togethers, workshops and other events they strive to break the social isolation of refugees and enhance their potential while promoting acceptance and a positive multicultural society.

Free entrance and everyone welcome.

Storytelling in Spanish with Abdias Santiago
Join us for a fun storytelling in Spanish for the whole family. Abdias Santiago, actor and dancer, will read and tell stories from his homecountry Venezuela.

Abdias Santiago is a professional dancer and actor from Venezuela who has been living in Iceland for the past two years. Abdias has participated in many dance and theater projects for and with children in Venezuela.

Venezuelan Folk Music with Galaxia Paraísó
The duo Galaxia Paraíso consists of musicians Algleidy Zerpa Canas and Alfredo Flores from Venezuela. They currently live in Iceland, where they work on music alongside projects related to teaching and working with children and young people. Algleidy plays the cello, while Alfredo plays a small string instrument originating in South America called quatro. Together they will play and sing folk music from their home country Venezuela.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

17
okt
31
okt
08:00

Skrímslasmiðja

Aðalsafn
23
okt
23
okt
17:00

Flóra mannlífs

Aðalsafn
24
okt
31
okt
24
okt
11:00

Leðurblökusmiðja

Aðalsafn
24
okt
13:00

Kúkur, piss og prump

Aðalsafn
25
okt
11:00

Hrekkjavökuperl

Aðalsafn
25
okt
13:00

manga og anime

Aðalsafn
26
okt
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
28
okt
13:00

Sófaspjall

Aðalsafn
04
nóv
09
nóv
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
24. okt-27. okt
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
24. okt-27. okt
Lokað