Með ýmislegt á prjónunum

Handavinnuklúbburinn Kaðlín, sem starfar á Bókasafni Kópavogs, ætlar að bjóða þekktum handavinnusnillingum til sín öðru hvoru í vor og fyrsti gesturinn er Ásdís Ósk Jóelsdóttir sem ætlar að kynna bók sína Íslenska lopapeysan.
„Við höfum verið með klúbbinn lengi á aðalsafni,“ segir Íris Dögg Sverrisdóttir, umsjónarkona Kaðlínar. „Hann hefur verið að vaxa smám saman. Sumir koma í hverri viku en aðrir líta við öðru hvoru. Þetta er heldur ekki bara fólk úr Kópavog, heldur koma gestirnar okkar víða að. Þetta hefur stækkað mjög mikið síðan ég sat ein og prjónaði með einum eldri herramanni – sem kunni ekkert að gera í höndunum en var hins vegar áhugasamur um kaffið sem var í boði!“
Íris segir að fyrir jólin hafi verið prófað að auglýsa kennslu á einum hittingi. „Einn starfsmaðurinn hérna á safninu kunni að hekla snjókorn sem er voðalega sætt jólaskraut. Við auglýstum að hún myndi kenna þessa snjókornagerð og það mætti alveg fullt af fólki. Þess vegna ætlum við að prófa núna að fá kennara öðru hvoru til að vera með leiðsögn og kynningar.“
Íris segir að handavinnufólkið sem mætir á fundi sé að fást við allskonar verkefni, en oft séu peysur á prjónunum og því eflaust mikill áhugi á efninu. „Ásdís fer yfir sögu lopapeysunnar og talar um það af hverju íslenska lopapeysan varð svona vinsæl. Þetta er dálítið merkilegt, hvernig fljótprjónaður vinnufatnaður þróast þannig að hann verður að hönnunar- og jafnvel tískuvöru.“
Kaðlín hittist á hverjum miðvikudegi klukkan 14 á aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Ásdís ætlar að koma í heimsókn næsta miðvikudag kl. 14:15. „Það er um að gera að hafa handavinnuna sína með sér svo maður geti prjónað meðan maður hlustar,“ segir Íris. „Það er alltaf góð hugmynd að prjóna meðan maður hlustar!“

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
apr
24
apr
25
apr
25
apr
25
apr
27
apr
30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner