Unglingar á Rafbókasafninu

Eins og undanfarin ár koma nemendur í níunda bekk nú í heimsókn á Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs á vormisseri.
Á Bókasafninu er bryddað upp á nýung í fræðslunni, en í ár er lögð áhersla á að kynna krakkana fyrir Rafbókasafninu.
Öll almenningsbókasöfn á landinu geta nú boðið lánþegum sínum ókeypis aðgang að rafbókasafninu þar sem má finna úrval bæði raf- og hljóðbóka. Safnið opnaði í fyrra og er í örum vexti.
„Það er alltaf verið að tala um að unglingar þurfi að lesa meira,“ segir Brynhildur Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu á Bókasafni Kópavogs. „Þá skiptir auðvitað máli að auka aðgengi þeirra að lesefni. Þau eru alltaf með síma eða annað snjalltæki við höndina svo það er svo augljóst að kenna þeim á Rafbókasafnið sem þau geta öll notað endurgjaldslaust.“
Brynhildur sagði unglingana vera gríðarlega áhugasama um Rafbókasafnið, en að fæst þeirra virðist hafa heyrt um það áður. „Þau koma til okkar með spjaldtölvurnar sínar og sækja smáforritið Overdrive sem Rafbókasafnið styðst við og við sýnum þeim hvernig má sækja bæði raf- og hljóðbækur. Þeim finnst þetta spennandi og mér sýnist að þau eigi eftir að nýta sér þetta í framtíðinni. Þeim finnst líka áhugavert að það er ekki hægt að fá sektir á rafbókasafninu – bækurnar skilast bara sjálfkrafa þegar útlánstímanum lýkur.“
Hóparnir líta einnig við á Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem Haraldur Rafn Ingvason, náttúrufræðingur, ræðir við krakkana um það hvernig nálgast skuli upplýsingar úr umhverfinu af hlutleysi vísindamannsins með gagnrýna hugsun að vopni. Fjörugar umræður spinnast iðulega í þessum heimsóknum þar sem meðal annars er skoðað hvernig sömu gögn eru sett fram á mismunandi hátt eftir markmiði þeirra sem þau birta og hvernig áhrifavaldar á samfélagsmiðlum koma inn í þetta allt saman.
„Það er frábært að fá þennan aldur til okkar,“ segir Brynhildur. „Þau eru snjöll og áhugasöm og óhrædd að tjá sig. Þetta eru lesendur nútíðarinnar og lesendur framtíðarinnar og það skiptir máli að þau rati á safnið – bæði í alvörunni og á netinu!“
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
apr
25
apr
25
apr
27
apr
27
apr
30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner