Myndlistarsýning – Ímyndunaraflinu boðið upp í dans

Fyrsta myndlistarsýning ársins á Bókasafni Kópavogs er sýningin SLIT. Listamaðurinn er Ingibjörg Huld Halldórsdóttir og í sýningunni vinnur hún með fjölbreyttan efnivið, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
„Sýningin er í þremur hlutum,“ segir Ingibjörg. „Sá fyrsti heitir Slit og það eru krossaumsmyndir, annar hlutinn heitir Teikn og það eru blekmyndir þar sem ég vinn líka með blaðgull og þriðji parturinn eru gifsverk sem ég hef verið að prófa mig áfram með. Þau verða bara til sýnis á opnuninni.“
Ingibjörg segir að í fyrra hafi hún sett upp sýninguna Skömmin er svo lík mér í Gerðubergi þar sem hún hafi unnið með tilfinningar tengdar misnotkun og ofbeldi. „Þessi sýning er ákveðið framhald þeirrar sýningar, en hún er meira abstrakt og það er léttara yfir henni, þó þetta sé í sömu átt,“ segir Ingibjörg.
Krosssaumsmyndirnar eru í beinasta samhenginu við fyrri sýninguna, en hinir tveir þættirnir eru afurð nýrra tilrauna. „Blekmyndirnar voru bara gleði, mig langaði til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru svo nýjustu verkin sem eru úr gifsi og gifsið er svo mikill leikur –  mótin eru úr hversdagslegum hlutum eins og umbúðum, en afsteypan fær allt annan blæ.“
Ingibjörg er menntaður arkitekt en breytti fyrir nokkrum árum um stefnu og hefur nú helgað sig listsköpuninni. Að Ingibjörgu standa miklar hannyrðakonur svo handverk hefur alltaf verið nálægt henni. Í ljósi þessa tvíþætta bakgrunns virðist eiginlega óhjákvæmilegt að listsköpun Ingibjargar Huldar sé jafnfjölbreytt og raun ber vitni, hún vinnur með áferð, efni og þrívídd jöfnum höndum og segist meðvitað vera að leika með samband hins hlutbundna og óhlutbundna, á milli hversdagsleikans og dagdraums í verkum sínum.
Sýningin opnar á þrettándanum, 6. janúar, og mun standa til 3. febrúar.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
okt
31
okt
23
okt
01
nóv
08:00

Skrímslaratleikur

Aðalsafn 1. hæð
30
okt
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn | 2. hæð
30
okt
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
31
okt
11:00

Get together

Aðalsafn
01
nóv
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
01
nóv
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
03
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
04
nóv
07
okt
04
nóv
05
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
05
nóv
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað