26. sep 16:00

Ritsmiðja fyrir skúffuskáld

Aðalsafn
Viltu stíga út fyrir þægindarammann?

Lumar þú á sögum, minningum eða ljóðum sem þig langar að gera eitthvað meira með en skortir hugrekki til að draga fram í dagsljósið? Þá er tækifærið núna á Bókasafni Kópavogs.

Námskeið í skapandi skrifum fyrir skúffuskáld verður haldið í Huldustofu á aðalsafni í september og október. Ritsmiðjunni er ætlað að hvetja einstaklinga til að skrifa og yrkja sem aldrei fyrr. Gerðar verða tilraunir með ritun smáverka af ýmsu tagi eins og örsögur, smásögur og prósa. Aðaláhersla verður lögð á skrif og bæði skálduð og sannsöguleg verk verða skoðuð.

Ýmis tæki og tól verða kynnt til sögunnar. Einnig verður ritstjórnarferli kynnt og þátttakendum gefinn kostur á að skila stuttum texta og fá hann til baka yfirfarinn af ritstjóra. Nemendur eiga síðan samtal um sögurnar og fá endurgjöf frá samnemendum og kennurum.

Ritsmiðjan er fjögur skipti, tvær klukkustundir í senn frá 16:00 til 18:00, og verður henni skipt upp á eftirfarandi hátt:

Fyrsti tími – 26. september: „Margra mílna ferð hefst á einu skrefi.“ Þátttakendur kynna sig. Stutt skilgreining á örsögum, smásögum og prósum. Hlutverk ritstjóra.

Annar tími – 29. september: „Örsagan og lýsingar. Kann ég að taka gagnrýni?“ Persónulýsingar, umhverfislýsing, að lýsa tilfinningum. Orðaforði, málfar og stíll. Fyrir hvern er skrifað? Fyrstu skil höfunda til yfirlesturs.

Þriðji tími – 10. október: Skoðum innsenda texta og breytingar sem hafa orðið á þeim. Myndlíkingar og hugtakslíkingar. Ég – þú – hann/hún/hán frásögn. Upplestur þátttakenda.

Fjórði tími – 13. október: Alvitur sögumaður, sjónarhornið víxlast. Hvað þarf að varast? Yfirferð innsendra texta. Hvað hafa þátttakendur lært? Hvað hefur breyst? Lokaskil og samantekt.

Leiðbeinendur eru:
Ásdís Káradóttir, MA í ritlist, BA í bókmenntafræði
Sæunn Þórisdóttir, MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, BA í bókmenntafræði með ritlist sem aukagrein

Námskeiðið er ætlað fullorðnum og hámarksfjöldi er 20 manns. Skráning fer fram á bokasafn@kopavogur.is

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

25
apr
30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
27
maí
01
jún
08:00

Plöntuskiptimarkaður

Aðalsafn
03
jún
08
jún
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner