Jólaævintýri skrifað upp úr hugmyndum 125 barna

Sá markverði atburður átti sér stað á Bókasafni Kópavogs að gefin var út bók á dögunum. Höfundur bókarinnar er Eygló Jónsdóttir, en söguna vann hún úr hugmyndum frá 125 börnum sem skráð eru meðhöfundar sögunnar. Jafnframt voru nemendur í 4. bekk Salaskóla og Snælandsskóla fengin til að myndskreyta söguna, þannig að segja má að bókin sé unnin af börnum fyrir börn.

Ferlið
Í byrjun hausts 2024 óskaði Bókasafn Kópavogs eftir tillögum frá börnum fyrir jólasögu sem rithöfundurinn Eygló Jónsdóttir vann síðan úr. Hún skrifaði jólasögu í 24 köflum upp úr hugmyndum barnanna og í henni er að finna ýmsar persónur sem börnin stungu upp á, nöfn sem krakkarnir völdu, staðarheiti og atvik sem krakkarnir lögðu til. Fór á endanum svo að sagan var gefin út sem bók, en einnig verður hún birt á heimasíðu Bókasafns Kópavogs sem jóladagatal, eða einn kafli á hverjum degi í desember fram að jólum.

Hugmyndaauðgi og áhugi á samfélagsmálum
Eygló talar um að einstakt hugmyndaflug barnanna hafi gefið henni frábæran efnivið til að vinna úr og að henni hafi fundist skemmtilegt að sjá að ýmis samfélagsleg mál brenna á börnunum. „Við erum augljóslega í góðum höndum ef þetta er unga kynslóðin okkar sem er að vaxa úr grasi“, segir Eygló og er hæstánægð. Aðspurð hvernig henni tókst að setja saman skemmtilega sögu með 125 ólíkum hugmyndum, sem sneru meðal annars að söguþræði, sögupersónum og staðarheitum svarar Eygló að hún hafi valið nokkrar aðalpersónur sem fá það verkefni að ferðast um landið að leysa fjölbreyttar þrautir og hitta á leið sinni ýmsar kynjaverur.

Útgáfuhófið
Það dugði ekkert minna en að bjóða höfundum bókarinnar öllum í útgáfuhóf og mættu 72 börn með fjölskyldum sínum og fengu þau eintak af bókinni gefins. Mikil gleði og stolt ríkti á hófinu og las Eygló fyrsta kaflann við góðar undirtektir.

Þessi saga var unnin sem partur af verkefninu ,,Blásum lífi í þjóðsögurnar“ sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Sérstakar þakkir fá öll þau sem tóku þátt í að gera þetta verkefni að veruleika. 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn
19
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn
19
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað