Á fundinum 5. febrúar tökum við fyrir bókina Við höfum alltaf átt heima í kastalanum eftir Shirley Jackson.
Í þessari mögnuðu skáldsögu kynnumst við systrunum Merricat og Constance sem hefur verið útskúfað úr samfélagi þorpsbúa vegna skelfilegra atburða í fortíð þeirra. Þær lifa fábrotnu en hamingjuríku lífi á ættaróðali sínu í útjaðri þorpsins þar til tilveru þeira er ógnað af utanaðkomandi öflum.
Hrollvekjandi saga um múgæsingu, einangrun, ást og mannfyrirlitningu.
Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.
Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!
Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
Hjartanlega velkomnar!













