Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur heimsækir bókmenntaklúbbinn Hananú og segir frá nýrri bók sinni Land næturinnar.
Land næturinnar er áhrifamikil og spennandi skáldsaga sem hefst þar sem þræðinum var sleppt í bókinni Undir yggdrasil.
Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja.
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.
Öll velkomin og heitt á könnunni.
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.