07. jan 12:15 – 13:00

Leslyndi | Lóa Hjálmtýsdóttir

Gerðarsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

ATH! Vegna framkvæmda á Bókasafni Kópavogs verður viðburðurinn haldinn í Gerðarsafni sem er steinsnar frá bókasafninu.

Lóa Hjálmtýsdóttir fæddist 4. Febrúar 1979 í Reykjavík. Lóa er rithöfundur, myndhöfundur, myndasöguhöfundur, myndlistakona, tónlistarkona og handritshöfundur.

Lóa útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, er með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og hefur að auki stundað myndlýsinganám í Parson’s New School of Design í New York.

Þekktust er Lóa fyrir myndasögur sínar sem hún birtir undir listamannsnafninu Lóaboratoríum, en hún hefur einnig skrifað skáldsöguna Grísafjörður sem hún teiknaði einnig og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og ungmennabókaverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2022 var Héragerði, sjálfstætt framhald Grísafjarðar, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Vorið 2025 vann Lóa Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir bókina Mamma Sandkaka. Árið 2025 kom út bókin Rækjuvík og hlaut hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Lóa er meðlimur og stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Viðburðaröðin hefur notið mikilla vinsælda og skapað sér fastan sess undanfarin misseri, þegar fólk flykkist að til að sjá hina ýmsu rithöfunda deila með okkur sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

04
feb
12:15

Leslyndi | Vilborg Davíðsdóttir

Aðalsafn | sviðið
04
mar
12:15

Leslyndi | Ævar Þór Benediktsson

Aðalsafn | sviðið
08
apr
12:15

Leslyndi | Auður Jónsdóttir

Aðalsafn | sviðið
06
maí
12:15

Leslyndi | Yrsa Sigurðardóttir

Aðalsafn | sviðið

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur
16
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
21
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
jan
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð

Sjá meira

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað