07. maí 12:15 – 13:00

Leslyndi með Einari Má Guðmundssyni

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í maí og fjallar um nokkrar uppáhaldsbækur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

***

Einar Már Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 18. september 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975 og B.A. prófi í bókmenntum og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979. Hann bjó í Kaupmannahöfn í sex ár og stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Fyrsta bók Einars Más, ljóðabókin Er nokkur í kórónafötum hér inni, kom út árið 1980. Árið 1985 fékk hann fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins fyrir skáldsöguna Riddarar hringstigans. Síðan hefur Einar Már sent frá sér fjölda verka og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og skáldsagan Englar alheimsins fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995. Samnefnd kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar var frumsýnd í Reykjavík á nýjársdag árið 2000. Einar Már fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 fyrir Hundadaga auk þess sem aðrar bækur hans hafa fengið tilnefningar til þeirra.

Deildu þessum viðburði

01
okt
12:15

Leslyndi | Eva Björg Ægisdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
29
okt
12:00

Frumbýlisár á Kársnesi

Aðalsafn | ljóðahorn
05
nóv
12:15

Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn
03
des
12:15

Leslyndi | Sjón

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

19
sep
11:00

Get together

Aðalsafn
19
sep
20
sep
11:00

Fjölskyldustund

Aðalsafn | 1. hæð
20
sep
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
22
sep
12:00

Geðræktarvika | Stólajóga

Aðalsafn | Huldustofa 3. hæð
22
sep
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
23
sep
23
sep
17:00

Geðræktarvika | Bætt andleg og líkamleg heilsa

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð

Sjá meira

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað