22. maí 12:15 – 13:00

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

_______________________

Lilja Sigurðardóttir er fædd árið 1972. Hún varð stúdent frá MH, tók einkaritarapróf í Englandi og síðar BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á sviði menntamála og ritstýrt fagefni fyrir leikskóla en hefur undanfarið einbeitt sér að bóka- og handritaskrifum. Fyrsta bók Lilju, glæpasagan Spor, kom út árið 2009 og hlaut góðar viðtökur; ári síðar kom næsta saga en síðan varð nokkurra ára hlé á bókaskrifum.

Árið 2015 kom út fyrsta sagan í spennuþríleik sem kom Lilju rækilega á framfæri hér heima og erlendis. Þetta var Gildran og næstu tvö ár fylgdu Netið og Búrið. Þríleikurinn er æsispennandi, einkennist af hröðum og liprum stíl, skemmtilegri persónusköpun og góðri fléttu. Bækurnar féllu vel í kramið hjá lesendum og hafa nú verið þýddar og gefnar út í mörgum löndum. Sömuleiðis hefur kvikmyndaréttur verið seldur.

Lilja hefur haldið áfram að skrifa spennusögur en auk þess unnið mikið að handritaskrifum fyrir sjónvarpsþætti og samið leikrit. Verk hennar Stóru börnin var sviðsett af leikfélaginu Lab-Loki og hlaut Grímuverðlaunin sem leikrit ársins 2014. Spennusögurnar hafa einnig aflað Lilju verðlauna og viðurkenninga: árið 2018 hlaut Gildran t.d. tilnefningu til Gullna rýtingsins (CWA International Dagger), virtra verðlauna samtaka breskra glæpasagnahöfunda, og fyrir sögurnar Búrið og Svik hlaut Lilja íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann og tilnefningu til norræna Glerlykilsins tvö ár í röð.

Lilja Sigurðardóttir var útnefndur Bæjarlistamaður Kópavogsbæjar 202

Deildu þessum viðburði

04
des

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
des
04
des
05
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
05
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað