04. mar 12:15 – 13:00

Leslyndi | Ævar Þór Benediktsson

Aðalsafn | sviðið

Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 4. mars kl. 12:15.

Ævar er fæddur 9. desember 1984. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2004 og úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur leikið á sviði og í sjónvarpi og framleitt eigið efni fyrir útvarp og sjónvarp.

Fyrsta bók hans kom út árið 2010 og hefur Ævar síðan 2011 skrifað mikinn fjölda barna- og unglingabóka og staðið fyrir vinsælu lestrarátaki, en fyrir það var hann tilnefndur til alþjóðlegu ALMA-verðlaunanna, minningaverðlauna um Astrid Lindgren.

Ævar hefur fengið fjölda annarra verðlauna og tilnefninga fyrir skrif sín, en fyrsta bókin í Þín eigin-bókaflokknum, Þín eigin þjóðsaga, hlaut Bókaverðlaun barnanna og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. 

Þá voru Vélmennaárásin og Þitt eigið ævintýri báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Þitt eigið ævintýri einnig til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.

Risaeðlur í Reykjavík komst á blað bandarísku verðlaunanna DeBary‘s Children‘s Science Book Award, sem sérhæfa sig í vísindabókum fyrir börn. Hann hlaut einnig hin virtu Margaret Wise Brown barnabókaverðlaunin fyrir bókina Strandaglópar! (Næstum því) alveg sönn saga. Ævar gaf út enn eina metsölubókina haustið 2024, Skólastjórann, og hlaut fyrir hana Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Auk alls þessa hefur Ævar fengið fjögur Edduverðlaun fyrir Ævar vísindamann, verið valinn Framúrskarandi ungur Íslendingur og svo má lengi telja.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Viðburðaröðin hefur notið mikilla vinsælda og skapað sér fastan sess undanfarin misseri, þegar fólk flykkist að til að sjá hina ýmsu rithöfunda deila með okkur sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

04
feb
12:15

Leslyndi | Vilborg Davíðsdóttir

Aðalsafn | sviðið
04
mar
12:15

Leslyndi | Ævar Þór Benediktsson

Aðalsafn | sviðið
08
apr
12:15

Leslyndi | Auður Jónsdóttir

Aðalsafn | sviðið
06
maí
12:15

Leslyndi | Yrsa Sigurðardóttir

Aðalsafn | sviðið

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
jan
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
22
jan
17:15

Skáld hversdagsins | Ljóðaland

Aðalsafn | 2. hæð
22
jan
24
jan
08:00

Ljóðasýning grunnskólanema

Aðalsafn | 1. hæð
23
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
24
jan
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
24
jan
13:00

Ljóðakistan

aðalsafn | barnadeild 1. hæð
26
jan
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað