06. maí 12:15 – 13:00

Leslyndi | Yrsa Sigurðardóttir

Aðalsafn | sviðið

Yrsa Sigurðardóttir verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 6. maí kl. 12:15.

Yrsa fæddist 24. ágúst 1963 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1983, BS gráðu í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og MS prófi frá Concordia University í Montreal árið 1997. Yrsa hefur lengi starfað sem byggingaverkfræðingur og samhliða því verið einkar afkastamikill og vinsæll rithöfundur.

Fyrsta bókin sem Yrsa sendi frá sér var barnabókin Þar lágu Danir í því, árið 1988. Hún skrifaði fimm barnabækur á næstu árum og fékk Viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands, Íslandsdeildar IBBY fyrir Við viljum jólin í júlí árið 2000 og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Biobörn árið 2003.

Fyrsta glæpasaga Yrsu, Þriðja táknið, kom út árið 2005. Síðan þá hefur Yrsa gefið út bók á hverju ári og hafa bækur hennar verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hún hlaut Blóðdropann árin 2011 fyrir Ég man þig, 2015 fyrir DNA og 2021 fyrir Bráðina. Hún var tilnefnd til Blóðdropans 2017 fyrir Aflausn og til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2011 fyrir Ég man þig.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Viðburðaröðin hefur notið mikilla vinsælda og skapað sér fastan sess undanfarin misseri, þegar fólk flykkist að til að sjá hina ýmsu rithöfunda deila með okkur sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

07
jan
04
feb
12:15

Leslyndi | Vilborg Davíðsdóttir

Aðalsafn | sviðið
04
mar
12:15

Leslyndi | Ævar Þór Benediktsson

Aðalsafn | sviðið
08
apr
12:15

Leslyndi | Auður Jónsdóttir

Aðalsafn | sviðið
06
maí
12:15

Leslyndi | Yrsa Sigurðardóttir

Aðalsafn | sviðið

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
07
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
07
jan
08
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Lindasafn
09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur
14
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn

Sjá meira

Aðalsafn

5. jan
Lokað
30. des
8-18
31. des-1. jan
Lokað
2. jan
8-18
3. jan
11-17
4. jan
Lokað

Lindasafn

5. jan-30. des
13-18
31. des-2. jan
Lokað
3. jan
11-15
4. jan
Lokað

Aðalsafn

5. jan
Lokað
30. des
8-18
31. des-1. jan
Lokað
2. jan
8-18
3. jan
11-17
4. jan
Lokað

Lindasafn

5. jan-30. des
13-18
31. des-2. jan
Lokað
3. jan
11-15
4. jan
Lokað