Draugasögustund fyrir börn
Í tilefni af Hrekkjavökunni ætlum við að vera með skemmtilega draugasögustund fyrir krakka á Bókasafni Kópavogs. Eyrún Ósk Jónsdóttir mun lesa draugasögur úr íslensku þjóðsögunum og vera með smá fræðslu um hvernig hægt er að sigrast á íslensku draugunum samkvæmt þjóðtrúnni. Vissir þú t.d. að prump getur fælt í burtu íslenska drauga? Og að hægt […]
Ljóð fyrir loftslagið
Í smiðjunni fá börn tækifæri til að læra og hlusta á lög við ljóð eftir börn. Einnig fá börn tækifæri til að semja eigin ljóð um náttúruna, umhverfið, loftslagið, framtíðarsýn og drauma. Þau börn sem vilja, geta sett nýju ljóðin sín beint inn á veraldarvefinn á heimasíðuna ljodfyrirloftslagid.is þegar þau eru tilbúin. Kennarar smiðjunnar eru söngkonurnar Bryndís Guðjónsdóttir […]
Sól í sinni | Venesúelsk matargerð
Venesúelsk hátíð í Bókasafni KópavogsÁ löngum fimmtudegi á Bóksafni Kópavogs verður blásið til venesúelskrar hátíðar á Bókasafni Kópavogs! Komdu og smakkaðu ekta venesúelskan mat, upplifðu venesúelska þjóðlagatónlist á strengjahljóðfæri og hlustaðu á sögustund á spænsku með leikaranum Abdias Santiago. Venesúelska hátíðin er haldin í samstarfi við GETU – hjálparsamtök sem styðja við flóttafólk og umsækjendur […]
Sól í sinni | Venesúelsk hátíð
English & Espanol below: 17:00 Sögustund á spænsku18:00 Venesúelsk þjóðlagatónlist með Galaxia ParaísoMatarsmakk frá Venesúela, fánasmiðja og armbandagerð. Venesúelsk hátíð í Bókasafni KópavogsÁ löngum fimmtudegi á Bóksafni Kópavogs verður blásið til venesúelskrar hátíðar á Bókasafni Kópavogs! Komdu og smakkaðu ekta venesúelskan mat, upplifðu venesúelska þjóðlagatónlist á strengjahljóðfæri og hlustaðu á sögustund á spænsku með leikaranum […]
Grímusmiðja með ÞYKJÓ
Litríkar furðuverur verða til í skemmtilegri grímusmiðju með ÞYKJÓ. Hrekkjavaka er á næsta leyti og af því tilefni býður Bókasafn Kópavogs börnum og fjölskyldum til skapandi samveru þar sem hægt er að töfra fram sinn eigin hrekkjótta furðufugl með aðstoð hönnuða ÞYKJÓ. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Fjölskyldustundir á […]
Kúkur, piss og prump – Sævar Helgi Bragason
Sævar Helgi verður gestur okkar í haustfríinu og mun kynna nýjustu bók sína Kúkur, piss og prump og les upp úr henni fyrir krakkana. Öll velkomin. Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Meltingin þín leikur nefnilega algjört lykilhlutverk þar. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. […]
Leðurblökusmiðja
Við erum komin í hrekkjavökugírinn á bókasafninu og ætlum því að vera með leðurblökusmiðju í haustfríinu þar sem krakkar geta komið og búið til sín eigin leðurblöku bókamerki á Bókasafninu og lært allt um leðurblökur á skemmtilegri fræðslu frá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Hrekkjavökuperl
Í haustfríinu ætlum við að bjóða upp á hrekkjavökuperl á bókasafninu. Notalegt andrúmsloft og öll velkomin.
Skiptimarkaður fyrir hrekkjavökubúninga
Verið velkomin á búningaskiptimarkað á hrekkjavökunni! Á aðalsafni verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í öllum stærðum og gerðum. Gefðu gömlum búningum framhaldslíf og/eða taktu með þér annan í staðinn.
Skrímslasmiðja
Komdu og teiknaðu íslensku skrímslin og hjálpaðu okkur að skreyta barnadeildina fyrir Hrekkjavökuna. Í aðdragandanum að Hrekkjavökunni bjóðum við krökkum að koma og teikna fyrir okkur skrímslin úr íslensku þjóðsögunum. Getur þú teiknað hræðilega skrímslahvalinn Rauðhöfða? Eða skelfilegan útburð? Skoffín eða Skuggabaldur? Endilega kíktu í smiðju hornið og kynntu þér fróðleik um íslensku skrímslin og […]
Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð
Venesúelsk þjóðlagatónlist á selló og quatro Dúettinn Galaxia Paraíso skipa tónlistarfólkið Algleidy Zerpa Canas og Alfredo Flores frá Venesúela. Þau eru búsett á Íslandi þar sem þau starfa að tónlist samhliða verkefnum tengdum kennslu og starfi með börnum og ungmennum. Algleidy spilar á selló, en Alfredo leikur á lítið strengjahljóðfæri upprunnið í Suður Ameríku sem […]
Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð
Elham flytur okkur persneska tóna í tónleikaröð á Bókasafni Kópavogs sem tileinkuð er heimstónlist. Tónleikaröðin er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus. Frítt inn og öll velkomin með húsrúm leyfir. Elham Fakouri (hún/hennar) er persnesk tónlistarkona sem býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu úr Sköpun, miðlun […]