29. nóv 12:15 – 13:00

Leslyndi með Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Aðalsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Guðrún Eva Mínervudóttir kemur í heimsókn þegar aðventan tekur að nálgast og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Leslyndi haustið 2023 á Bókasafni Kópavogs

Miðvikudag, 20. september klukkan 12:15
Pétur Gunnarsson, rithöfundur

Miðvikudag, 11. október, klukkan 12:15
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur

Miðvikudag, 8. nóvember, klukkan 12:15
Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri og þýðandi

Miðvikudag, 29. nóvember, klukkan 12:15
Guðrún Eva Mínervudóttur, rithöfundur

Fyrsta bók Guðrúnar Evu, Sóley sólufegri, kom út í mjög takmörkuðu upplagi árið 1998 en sama ár gaf Bjartur út eftir hana smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey og vakti það mikla athygli. Síðan hafa fleiri skáldsögur bæst í hópinn, auk ljóðabókar og heimspekilegra smásagna fyrir börn sem Námsgagnastofnun gaf út. Guðrún Eva hefur einnig þýtt verk eftir erlenda höfunda.

Guðrún Eva hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Hún hefur einnig verið tilnefnd fyrir skáldsögurnar Fyrirlestur um hamingjuna árið 2000, Skaparann (2008) og Skegg Raspútíns 2016. Sagan af sjóreknu píanóunum var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum 2002 og Guðrún Eva hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir skáldsögu sína, Yosoy. Fyrir Ástin Texas hlaut Guðrún Eva Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, árið 2019.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
05
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
05
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað