03. apr 12:15 – 13:00

Leslyndi með Fríðu Ísberg

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Fríða Ísberg kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í upphafi aprílmánaðar og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

_______________________

Fríða Ísberg er fædd árið 1992. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands.

Fyrsta útgefna verk Fríðu er ljóðabókin Slitförin sem kom út árið 2017 hjá bókaforlaginu Partusi. Fyrir ljóðahandritið fékk Fríða nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta en í umsögn dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Slitförin er safn ljóða sem fjalla á ágengan hátt um togstreituna við að brjótast undan áhrifavöldum bernskunnar og finna leiðina að eigin sjálfi. Leiðarstef verksins er sársaukinn sem sprettur úr nístandi sorg milli barns og foreldris. Ljóðin taka pláss, sýna afstöðu og grípa lesendur föstum tökum.“

Sama ár og Slitförin kom út hlaut Fríða þriðju verðlaun í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör.

Árið 2018 kom út smásagnasafnið Kláði. Ungt fólk er í aðalhlutverki í flestum sögunum enda fjallar Fríða um málefni eigin kynslóðar í bókinni. Sögurnar gerast í nútímanum í Reykjavík en persónur þeirra eiga það sameiginlegt að klæja bæði í og undan ýmsum viðfangsefnum samtíma síns, meðal annars kynjamisrétti. Fyrir bókina hlaut Fríða tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 og bókin hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta. Kláði hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál.

Önnur ljóðabók Fríðu Leðurjakkaveður kom út árið 2019 hjá Forlaginu en þar tekst Fríða á við togstreitu þess að berskjalda sig eða setja upp harðan skráp og vera töffari. 

Fyrsta skáldsaga Fríðu er Merking (2021). Bókin er margradda vísindaskáldsaga en þar er tekist á við pólaríseringu, fordóma og samkennd. Merking hlaut Verðlaun starfsfólks bókaverslanna og  Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta og hefur verið þýdd á fjölda erlendra tungumála.

Fríða er hluti af sex kvenna skáldahópi sem kallar sig Svikaskáld. Saman hafa þær gefið út þrjár ljóðabækur; Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018) og Nú sker ég netin mín (2019) auk einnar skáldsögu Olíu (2021).

Fríða hefur einnig birt ljóð í ýmsum tímaritum, innlendum og erlendum. Þá skrifar hún bókmenntarýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu Partusar.

Í byrjun árs 2022 hlaut Fríða Ísberg Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2021 og 2023 hlaut hún sænsku Per Olav Enquist verðlaunin sem veitt eru veitt ungum höfundum sem eru að skapa sér nafn í Evrópu og hafa verið veitt árlega síðan 2004. 

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
05
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
05
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað