niður
síra Hallgrímur
nú vil ég niður
niður fyrir þóttafull þrumuskýin
sem byrgja mér sýn
niður fyrir huglægu háspennulínurnar stuðið
og stöðugan skjálftann
niður fyrir fasta flugleið þráhyggjuþyrlunnar
niður úr skakka fílabeinsturninum
og upphækkaða prédikunarstólnum
niður af stallinum
niður á jörðina
niður á hnén
niður úr ráðríki hugans
niður fyrir barkann
og alla leið niður í hjartað
þar vil ég vera síra Hallgrímur
því þar er allt skírt