Árni Matthíasson leiðir samtal um jólabókaflóðið 2022 í hádegiserindi á Bókasafni Kópavogs. Rýnt verður í strauma og stefnur, nýjabrum og mögulega hápunkta. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis.
Árni Matthíasson hefur starfað sem blaðamaður um áratugaskeið. Hann er ástríðufullur bókmenntaunnandi auk þess að vera einn atorkusamasti tónlistarskríbent landsins.
Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar