Á fundinum 3. október tökum við fyrir bókina Duft eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
Prins var enn einu sinni farinn yfir í næsta líf og skildi ekkert eftir sig nema skelina. Nú lá hann innpakkaður í grænt flísteppi með tyggigúmmíbleikan varalit og ljósan augnskugga í kringum innfallin augun. Glitrandi glimmer í kinnunum. Stjörnustrákur. Nú ertu orðinn fallegur aftur, muldraði ég og virti fyrir mér höfundarverk mitt.
Þannig hefst skáldsagan Duft sem segir frá Veróniku, einkadóttir vellauðugra líkamsræktarfrömuða á Íslandi og lífi fjölskyldu sem er heltekin af yfirborðinu. En það sem marir undir seytlar samt óhjákvæmilega í gegn.
Duft spinnur margslunginn vef um líf Veróniku og fjallar um líkindi truflaðrar fjölskyldu við sértrúarsöfnuð. Hvernig venjulegt fólk kemur sér í óvenjulegar aðstæður.
Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.
Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!
Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
Hjartanlega velkomnar!