02. apr 12:15 – 13:00

Leslyndi með Jóni Kalman Stefánssyni

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í aprílbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó síðar í Keflavík og var með annan fótinn vestur í Dölum. Árin sem hann bjó í Kaupmannahöfn, las hann, skúraði og taldi strætisvagna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988.

Jón Kalman hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og þrisvar sinnum til þeirra íslensku – eða fjórum sinnum, því einu sinni hlaut hann þau! Það var fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005.  Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál, hann kemur út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal … og svo mætti lengi telja. Önnur bókin í Vestfjarðaþríleiknum, Harmur englanna, er nýkomin út á arabísku.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
feb
06
feb
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
07
feb
18:00

Sokkalabbarnir

Aðalsafn
07
feb
21:00

Heimstónlist á Safnanótt

Aðalsafn
07
feb
20:00

Gunni Helga á Safnanótt

Aðalsafn
07
feb
18:00

Kópavogs-karókí

Aðalsafn | Tilraunastofan

Sjá meira

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
5. feb
8-15:30
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
5. feb
13-15:30
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
5. feb
8-15:30
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
5. feb
13-15:30
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað