Útgáfuhóf Danslaga Jónasar

Í tilefni útgáfu bókarinnar Danslög Jónasar bjóðum við öllum að fagna með okkur föstudaginn 19. september kl. 17:00 á Bókasafni Kópavogs. Í Danslögum Jónasar birtast ljósmyndir af handritinu Lbs 1812 4to frá 1864 en handritið inniheldur um 50 danslög fyrir fiðlu sem Jónas Helgason skráði þegar hann var um 25 ára. Öll lögin hafa verið […]
Geðræktarvika | Bætt andleg og líkamleg heilsa

Kristín Berta Sigurðardóttir er útskrifaður heilsunuddari frá heilbrigðisskólanum í Fjölbraut í Ármúla. Hún á einnig yfir 20 ára feril að baki í fjármálageiranum og er með gráðu í mannauðsstjórnun. Kristín Berta á og rekur fyrirtækið ,,Birta Heilsa” og býður þar upp á ýmsar heilsutengdar meðhöndlanir, jafnt fyrir einstaklinga sem hópa. Í þessum fyrirlestri fer Kristín […]
Geðræktarvika | Svefn og svefnráð

Fræðsla um svefn og svefnráðFyrirlesari: Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur Hvað gerist þegar við sofum of lítið, hvernig virkar líkamsklukkan og hvaða áhrif hefur svefn á heilsu, líðan og frammistöðu? Í fyrirlestrinum deilir Erla bæði fræðslu og hagnýtum ráðum sem hjálpa þér að tryggja betri nætursvefn. Viðburðurinn er hluti af geðræktarviku Bókasafns Kópavogs sem […]
Komdu í Kópavog

Við bjóðum öll velkomin á opið hús menningarhúsanna.Eva Ruza ásamt forstöðumönnum menningarhúsanna fer yfir dagskrá vetrarins og við fáum að sjá brot af því besta. Smiðjur, tónlist, happdrætti, ratleikur og veitingar í boði. Dagskrá: SALURINN1330-1430 Kynning á vetrardagskrá Menningarhúsanna með Evu Ruza1430 Bæjarlistamaðurinn Sigríður Beinteinsdóttir tekur lagið ÚTIkl 13 Skólahljómsveit KópavogsKl 13-15 MEMMM leikjasmiðjakl 15 […]
Bjargráð og leiðir gegn einmanaleika

Félag kvenna í Kópavogi og Bókasafn Kópavogs taka höndum saman í viku einmanaleikans og bjóða upp á fræðslu, skemmtun og spjall þann 7. október kl. 17 – 19. Vika einmanaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar,hvetja […]
Geðræktarvika | Að sinna andlegri heilsu – Geðrækt fyrir unglinga

Hvað er geðheilsa og hvernig geta unglingar stundað geðrækt? Í þessu erindi verður leitast við að svara þessum spurningum. Farið verður yfir grundvallaratriði geðræktar og hvernig er hægt að sinna geðheilsunni, jafnvel í dagsins önn. Meðal þess sem fjallað verður um er núvitund, streita, slökun, sjálfsmynd og sjálfstraust. Einfaldar leiðir til geðræktar verða kynntar og […]
Geðræktarvika | Stólajóga

Jógakennarinn Kristín Harðardóttir býður upp á létt stólajóga. Tilvalið fyrir öll að mæta og fara slök inn í vikuna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á þriðju hæð aðalsafns. Hvorki er þörf á íþróttaklæðnaði né jógadýnu. Erindið er hluti af geðræktarviku Bókasafns Kópavogs sem haldin er til að styðja við og vekja athygli á gulum september. […]
Sögufélag Kópavogs | Heimildamyndasýning

HEIMILDAMYNDIR OG VIÐTÖL Sýnd brot úr heimildamyndum og viðtölum sem Marteinn Sigurgeirsson hefur tekið á undanförnum árum. Ókeypis inn og öll velkomin.
Sögufélag Kópavogs | Myndgreining

Þekkirðu ljósmyndina?Myndgreining með Símoni Hjalta Sverrissyni. Sögufélag Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarviðburðum sem opnir eru almenningi, þar sem tækifæri gefst til að bera kennsl á myndefni úr fórum Sögufélags Kópavogs. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar […]
Sögufélag Kópavogs | Myndgreining

Þekkirðu ljósmyndina?Myndgreining með Símoni Hjalta Sverrissyni. Sögufélag Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarviðburðum sem opnir eru almenningi, þar sem tækifæri gefst til að bera kennsl á myndefni úr fórum Sögufélags Kópavogs. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar […]
Sögufélag Kópavogs | Myndgreining

Þekkirðu ljósmyndina?Myndgreining með Símoni Hjalta Sverrissyni. Sögufélag Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarviðburðum sem opnir eru almenningi, þar sem tækifæri gefst til að bera kennsl á myndefni úr fórum Sögufélags Kópavogs. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar […]
Frumbýlisár á Kársnesi

Frímann Ingi Helgason flutti sjö ára gamall í Kópavoginn með fjölskyldu sinni, á síðasta hreppsárinu haustið 1954. Hann rifjar upp í léttum dúr, umhverfi og aðstæður sem mættu ungu fjölskyldunni. Merk tímamót voru framundan, því Kópavogur varð kaupstaður hálfu ári síðar.