Nýtt útlánakerfi tekið í gagnið á Bókasafni Kópavogs.
Viltu gera hreint fyrir þínum dyrum?
Kaðlín-konurnar okkar frábæru halda áfram að prjóna til góðs úr því gjafagarni sem barst Bókasafni Kópavogs í haust.
Bókasafn Kópavogs hefur verið með ungbarnabox frá Finnska sendiráðinu til sýnis í sumar og haust. Sýningin var tekin niður í nóvember og var kassinn og innihald hans gefið þeirri fjölskyldu sem átti fyrsta barnið á höfuðborgarsvæðinu á Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember síðastiðinn.
Í tilefni af upphafi jólamánaðarins færði Gréta Björg, deildarstjóri barnastarfs, öllum leikskólum Kópavogsbæjar góða gjöf.
Árlegt bókaspjall Bókasafns Kópavogs fór fram á aðalsafni undir stjórn Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur 30. nóvember.
Heimanámsaðstoðin Gáfnaljós á Bókasafni Kópavogs hefst að nýju þriðjudaginn 22. september.
Þessa dagana er vetrarstarfið á aðalsafni að fara af stað og hefst með starfi bókmenntaklúbbsins Hananú, hannyrðaklúbbsins Kaðlínar og bókaklúbbsins Lesið á milli línanna.
Bókasafnsdagurinn er haldinn í 10. sinn í dag, 8. september.
Bókasafn Kópavogs er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Vetrarafgreiðslutími hefur tekið gildi á Lindasafni þar sem einnig verður opið á laugardögum í vetur kl. 11-14.
Kolbrún Björk Sveinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu, viðburða og miðlunar á Bókasafni Kópavogs.
Í dag var dreginn út vinningshafi í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.
Gestir aðalsafns geta nú notað saumavélar til að breyta og bæta hin ýmsu klæði og flíkur.
Bókasafn Kópavogs óskar eftir öflugum og hugmyndaríkum einstaklingi í starf verkefnastjóra fræðslu, viðburða og miðlunar. Um er að ræða 100% stöðu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í september. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.
Í dag var dreginn út fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.
Þann 1. júní breytist afgreiðslutíminn á Lindasafni og verður sem hér segir til og með 31. ágúst.
Nú hafa Menningarhúsin í Kópavogi opnað aftur eftir samkomubann og verfallsaðgerðir.
Verkfalli félagsfólks Eflingar í Kópavogi hefur verið aflýst. Aðalsafn Bókasafns Kópavogs opnar að nýju mánudaginn 11. maí kl. 12:00.
Félagsmenn Eflingar í Kópavogi hafa samþykkt ótímabundið verkfall sem hefst að óbreyttu á hádegi þriðjudaginn 5. maí. Aðalsafn Bókasafns Kópavogs verður því miður áfram lokað þar til samningar nást.
Bókasafn Kópavogs mun loksins opna aftur gestum og gangandi þann 4. maí en það hefur verið lokað frá því 11. mars vegna verkfalls Eflingar í Kópavogsbæ og síðan fylgdi í kjölfarið áframhaldandi lokun vegna COVID-19 faraldursins.
Við á Bókasafni Kópavogs settum saman skemmtilega spurningakeppni og hvetjum krakka og fjölskyldur þeirra til að taka þátt heima.
Lokað vegna samkomubanns.
Nú er búið að laga villu í birtingu á útlánayfirliti og útlánasögu lánþega á leitir.is.
Vegna verkfallsaðgerða Eflingar er aðalsafn Bókasafns Kópavogs lokað.
Verkfallsaðgerðir Eflingar hófust á mánudaginn 9. mars.
Upp hefur komið villa á Mínum síðum í leitir.is, sem veldur því að lánþegar sjá ekki öll útlánin sín.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs frá 1. janúar 2020.
Sigurlaug Jóna Hannesdóttir hefur verið ráðin sem nýr útibússtjóri Lindasafns.
Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.
Dregið var úr bangsagetrauninni á safninu þann 28. október.
Hægt er að taka þátt í bangsadagsgetraun á aðalsafni og Lindasafni til 26. október.
Bókasafn Kópavogs óskar eftir öflugum stjórnanda í starf útibússtjóra Lindasafns. Um er að ræða 100% stöðu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í desember. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.
Afgreiðslutími Lindasafns breytist frá og með 1. september.
Langar þig að vera lestrarvinur eða veistu um fjölskyldu sem myndi vilja fá lestrarvin í heimsókn?
Líf og fjör var á uppskeruhátíð sumarlestrar Bókasafns Kópavogs sem haldin var síðastliðinn fimmtudag.
Skipt verður um gólfefni í barnadeild aðalsafns Bókasafns Kópavogs dagana 5.-14. september og verður hún því lokuð á þeim tíma.
Opið verður á aðalsafni yfir verslunarmannahelgina.
Frá 1. júlí opnar aðalsafn Bókasafns Kópavogs kl. 8:00 mánudaga til fimmtudaga. Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs segir að um er að ræða tilraunaverkefni um hið „opna bókasafn“ sem felst í því að safnið er opið fyrir sjálfsafgreiðslu án þjónustu kl. 8:00-9:00. Afgreiðsla safnsins er ómönnuð á þessum tíma en gestir geta nýtt sér safnið að öðru leyti, komið og lesið blöðin, lært, tekið bækur í sjálfsafgreiðslu og skilað o.s.frv.
Frá 1. júlí opnar aðalsafn Bókasafns Kópavogs fyrir sjálfsafgreiðslu kl. 8:00 mánudaga til fimmtudaga.
Lokað verður í Menningarhúsunum í Kópavogi yfir hvítasunnuna, 8.-10. júní.
Helga Einarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs.
Þann 1. júní breytist afgreiðslutíminn á Lindasafni og verður sem hér segir til 31. ágúst.
Bókasafn Kópavogs býður skáldum á aldrinum 9 til 12 ára á stefnumót við rithöfunda á sumarnámskeiði í ágústmánuði. Námskeiðið fer fram á aðalsafni 19. – 22. ágúst og stendur frá kl. 13:00 – 16:00 alla dagana.
Bókasafn Kópavogs verður lokað yfir páskana, 18.-22. apríl.
Spurningu sem þessari er velt fyrir sér á smiðju á vegum Bókasafns Kópavogs sem unnin er með börnum á aldrinum tíu til tólf ára í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla um þessar mundir.
Book Space samanstendur af 2000 auðum bókum sem hafa verið til útláns í bókasöfnum víða um Evrópu frá árinu 2006.
Það er alltaf áhugavert fyrir starfsfólk bókasafnsins að komast að því hvaða bækur standa upp úr í vinsældum eftir hvert bókaár. Nýjar bækur frá metsöluhöfundum detta oftast inn á markað á haustin rétt fyrir jólainnkaupin og fara þær eftirvæntingafyllstu oftast á langa biðlista á öllum bókasöfnum. Það segir samt ekki alla söguna og eru þær bækur ekki alltaf á listanum yfir tíu mestu útlánin þegar litið er á árið í heild. Enda lánast þær bækur vel út vorið sem fylgir.
Aðalsafn Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs opna kl. 9:00 laugardaginn 9. mars þegar SÍBS mun bjóða ókeypis heilsufarsmælingar í Hamraborg 6a í samstarfi við Heilsueflandi samfélag í Kópavogsbæ.
Hin árlega þjónustukönnun Bókasafns Kópavogs er nú opin.
Þann 12. febrúar á milli kl. 18 og 19 býður Bókasafn Kópavogs upp á viðburð til að heiðra minningu Kjartans Árnasonar sem hefði orðið sextugur þann dag.
Samstarfssamningur Bókasafns Garðabæjar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Kópavogs í gildi. Aukið samstarf í byrjun árs, skil á gögnum á hvaða safni sem er og sameiginlegir viðburðir.
Fimmtudaginn 24. janúar verður uppfærsla á hugbúnaði vefsins leitir.is, hann mun því liggja niðri frá kl. 8 til 11.
Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins þann 21. janúar.
Sýningin Tíðarandi í teikningum sem er sýning á myndskreytingum í kennslubókum var opnuð á Bókasafni Kópavogs af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á laugardaginn var.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs frá 1. janúar 2019.
Starfsfólk Menningarhúsanna í Kópavogi óskar gestum sínum gleðilegra jóla.
Brynhildur Jónsdóttir deildarstjóri þjónustu á Bókasafni Kópavogs og Gréta Björg Ólafsdóttir deildarstjóri barnastarfs sátu undir svörum og hafa þetta að segja um jólabókaflóðið í ár.
Afgreiðslutími á aðalsafni og Lindasafni verður sem hér segir yfir jól og áramót.
Bókasafn Kópavogs býður höfundum sem vilja kynna bækur sínar, útgefnar í ár, upplestraraðstöðu á aðalsafni í desember. Bókasafnið vill með þessum hætti bjóða nýja höfunda og nýja texta velkomna á safnið og jafnframt gefa lánþegum kost á því að heyra hvaða vindar blása ferskastir um bókamarkaðinn.
Bókasafn Kópavogs býður upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur í Kópavogi í samstarfi við Soumiu I. Georgsdóttur. Kópavogur Public Library offers counselling for immigrants living in Kópavogur, in collaboration with Soumia I. Georgsdóttir.
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður helgina 3. – 4. nóvember og skert þjónusta verður á leitir.is.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í átjánda sinn til ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári.
Bókasafn Kópavogs hefur frá stofnun þess verið í fararbroddi almenningsbókasafna á landinu hvað varðar framboð á safnkosti, þjónustu og fræðslu fyrir samfélagið í heild.
Aðalsafn opnar kl. 12 föstudaginn 28. september.
Friðrik Agni Árnason hefur verið ráðinn verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs.
Í dag, 1. september, breytist afgreiðslutími Lindasafns og verður sem hér segir til 31. maí.
Leitir.is verður lokaður frá kl. 8-14 mánudaginn 27. ágúst vegna uppfærslu á vefútliti.
Lokað verður á aðalsafni og Lindasafni Bókasafns Kópavogs um verslunarmannahelgina, dagana 4.-6. ágúst.
Sumarlestur Bókasafns Kópavogs er í fullum gangi og eru grunnskólanemendur hvattir til að nýta sér barna- og unglingabækurnar á safninu í sumarfríinu.
Á sama tíma og sumarlesturinn á Bókasafni Kópavogs stendur sem hæst er líf og fjör í barnadeild safnsins.
Bókasafn Kópavogs óskar eftir öflugum og hugmyndaríkum einstaklingi í starf verkefnastjóra fræðslu og miðlunar.
Göngugarpar, lestrarhestar og fótboltaaðdáendur mættu á viðburði bókasafnsins á liðnum vikum þrátt fyrir mikla rigningartíð.
Menningarhúsin í Kópavogi loka fyrr í dag í tilefni leiks Íslands og Nígeríu á HM karla í fótbolta.
Menningarhúsin í Kópavogi fagna löngum sólargangi með útijóga og jazztónleikum á sumarsólstöðuhátíð laugardaginn 23. júní.
Þrátt fyrir að vetrardagskrá Bókasafns Kópavogs sé formlega lokið er heilmikið um að vera á safninu í sumar.
Margrét Tryggvadóttir, barnabókahöfundur og Kópavogsbúi, leiðir lestrargöngu um Kópavogsdalinn.
Sýningin Huginn og Muninn eftir Cecilia Duif stendur frá 2.-30. júní 2018.
Í dag, 1. júní, breytist afgreiðslutíminn á Lindasafni og verður sem hér segir til 31. ágúst.
Á aðalsafni Bókasafns Kópavogs gefst gestum tækifæri til að spá fyrir um úrslit leiks Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í fótbolta.
Leitir.is verður lokaður frá kl. 7-12 föstudaginn 1. júní vegna kerfisvinnu.
Á Bókasafni Kópavogs verður nú í sumar haldið námskeið fyrir upprennandi rithöfunda í þriðja sinn.
Sumarleyfi grunnskólabarna er handan við hornið og mörg þeirra farin að líta hýru auga til þess að þurfa ekki að vakna snemma, taka sig til fyrir skólann og læra heima.
Lindasafn býður gestum súkkulaði á 16 ára afmælinu 22. maí.
Bókasafn Kópavogs stendur fyrir átaki í lestri fyrir 5-12 ára börn í sumar líkt og undanfarin sumur.
Bókasafn Kópavogs verður lokað yfir hvítasunnuhelgina 19.-21. maí
Ársskýrslan 2017 er komin út
Það hefur verið mikið um að vera á Bókasafni Kóapvogs síðustu vikur.
Tuesdays at the main branch and Wednesdays at the Lindasafn branch
Bókasafn Kópavogs verður lokað 1. maí
Það er vor í lofti og gróðurinn er farinn að undirbúa laufskrúð sumarsins.
Bókasafn Kópavogs aðalsafn verður opið sumardaginn fyrsta, 19. apríl, frá kl. 11-17.
Myndlistarsýning Margrétar Jónsdóttur á aðalsafni 7. - 30. apríl.
Doradztwo w języku polskim w piątki, godz. 12:00 – 14:30
Laugardaginn 7. apríl verður sýning Margrétar Jónsdóttur, myndlistarkonu, opnuð á Bókasafni Kópavogs.
Open counselling sessions on Tuesdays for immigrants.
2. apríl er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar, en honum er fagnað á fæðingardegi sagnameistarans H.C. Andersen. Í ár ber þann dag upp á annan páskadag, svo hátíðahöldin dreifast á dagana í kring. Á Bókasafni Kópavogs verður þungi hátíðahaldanna á fjölskyldustund í Lindasafni 7. apríl.
Fyrir skemmstu var látlaus athöfn haldin á Bókasafni Kópavogs þar sem brosandi konu var afhent viðurkenningarskjal. Viðstaddir spjölluðu, tókust í hendur, birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum og fóru svo hver í sína áttina. Skömmu síðar var eins og ekkert hefði átt sér stað.
Eins og undanfarin ár koma nemendur í níunda bekk nú í heimsókn á Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs á vormisseri.
Nú liggja fyrir topplistar Landskerfa bókasafna um hvaða bækur voru mest lesnar á söfnum landsins á árinu 2017. Á Bókasafni Kópavogs er verið að rannsaka málið.
Um þessar mundir eru 65 ár síðan Lestrarfélag Kópavogs var stofnað, en Lestrarfélagið var stofnað til þess að halda utan um rekstur bókasafns. Starfsfólk bókasafnsins er því í hátíðarskapi.
Bókasafn Kópavogs fagnar 65 ára afmæli með kaffi og súkkulaði, 10% afsláttur úr safnbúðinni og bæjarstjórinn rifjar upp uppáhaldsbækurnar.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið er staðan í dagvistunarmálum þröng. Því eru óvenjulega margir foreldrar í Kópavogi heima með börnum sínum í fæðingarorlofi. Bókasafn Kópavogs ætlar að hefja göngu vikulegra foreldramorgna til þess að sinna þessum hópi betur.
Í síðustu viku opnaði á Bókasafni Kópavogs sýningin Áhrifavaldar æskunnar, barnabækur fyrr og nú. Sýningin er hluti af þemavikum bókasafnsins um barnabókmenntir en Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, vöruhönnuður, kafaði djúpt í geymslur bókasafnsins og sótti þangað brot af þeim bókum sem íslenskir lesendur hafa bundist tilfinningatengslum. Á sýningunni stillir Guðfinna Mjöll bókunum fram, hún sýnir ljósmyndir af ungum lesendum og hefur jafnframt tekið saman lestrarminningar fólks á öllum aldri.
Það vakti athygli í síðasta hefti Kópavogspóstsins að Bókasafn Kópavogs auglýsti þar eftir fulltrúum í nýtt notendaráð safnsins. Þetta vakti forvitni og því lá beint við að leita frekari upplýsinga hjá Lísu Z. Valdimarsdóttur, forstöðumanni bókasafnsins.
Hvaða barnabækur hafa haft áhrif á Íslendinga síðustu áratugina? Sérstök barnabókasýning stendur yfir á aðalafni frá 8. febrúar til og með 28. mars.
Það var mikið um dýrðir í Kópavogsbæ á Safnanótt, 2. febrúar síðastliðinn. Bókasafnið var þar ekki undanskilið en Menningarhúsin í bænum unnu dagskrá sína í anda Stjörnustríðs-kvikmyndanna.
Á Bókasafni Kópavogs hefur nú hafið göngu sína nýtt verkefni, Lesið fyrir hunda. „Félagið Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, hefur verið með þessar lestrarstundir á ýmsum söfnum á höfuðborgarsvæðinu og nú hefur aðalsafn Bókasafns Kópavogs bæst við,“ segir Bylgja Júlíusdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs og umsjónarmaður verkefnisins á safninu.
Febrúarmánuður er helgaður barnabókinni á Bókasafni Kópavogs. Arndís Þórarinsdóttir, deildarstjóri á safninu, heldur utan um dagskrána. „Þetta verða mjög skemmtilegar vikur,“ segir Arndís. „Það ætti að vera eitthvað í boði fyrir alla. Fræðimenn koma til dæmis í heimsókn og spjalla um barnabókmenntir alla þriðjudaga í mánuðinum.
Handavinnuklúbburinn Kaðlín, sem starfar á Bókasafni Kópavogs, ætlar að bjóða þekktum handavinnusnillingum til sín öðru hvoru í vor og fyrsti gesturinn er Ásdís Ósk Jóelsdóttir sem ætlar að kynna bók sína Íslenska lopapeysan.
Frá og með laugardeginum 27. janúar hefjast mánaðarleg forritunarnámskeið á Bókasafni Kópavogs fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins í Kópavogi hefjast nú á laugardaginn og stendur hún til 21. janúar þegar ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur á fæðingardegi skáldsins. Við sama tækifæri verða kynnt úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi.
Myndlistarsýningin SLIT 6. janúar - 3. febrúar
Fyrsta myndlistarsýning ársins á Bókasafni Kópavogs er sýningin SLIT. Listamaðurinn er Ingibjörg Huld Halldórsdóttir og í sýningunni vinnur hún með fjölbreyttan efnivið, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs frá 1. janúar 2018.
Þessa dagana er háflóð í bókabransanum og er Bókasafn Kópavogs þar engin undantekning. Brynhildur Jónsdóttir er deildarstjóri þjónustu á aðalsafni og stendur í ströngu.
Bókasafn Kópavogs leggur sig eftir því að hafa notalega stemningu á safninu vikurnar fyrir jól.
Börnin sitja opinmynnt og stara upp á sýningartjaldið. Svo er ýtt á hnapp og úr hljóðkerfinu berst hávært hvæs. Einhver hrökkva í kút við hljóðið en svo fara þau að hlæja. „Aftur!“ er kallað af öðrum bekk.
Á annað hundrað bókaorma á bókaspjalli Bókasafnsins
Föstudaginn næstkomandi, 8. desember, er skiladagur í samkeppnina árlegu um ljóðstaf Jóns úr Vör.
1900 bækur lesnar í sumarlestri Bókasafns Kópavogs
Norræna bókasafnavikan hefst mánudaginn 13. nóvember.
Starfsfólk Bókasafns Kópavogs er iðulega boðið og búið að aðstoða gesti safnsins – en um þessar mundir biðlar það til gestanna um að aðstoða sig.
Barnaleikritið Ævintýri Jónatans og Pálu verður sýnt á báðum söfnum Bókasafns Kópavogs á laugardaginn, en hefð hefur skapast fyrir því á safninu að bjóða upp á leiksýningu fyrir börn í nóvembermánuði.
Alþjóðlegur bangsadagur er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi bandaríkjaforsetans sáluga Theodore „Teddy“ Roosevelt, 27. október.
Í haust hittust forstöðumenn almenningsbókasafnanna í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi til þess að endurnýja samstarfssamning safnanna til fjögurra ára.
Ævintýrin geta gerst á ólíklegustu stöðum.
Í vikunni sem leið útskrifuðust 14 börn af ritlistarnámskeiðinu Stefnumót við rithöfunda eftir að hafa safnað að sér fjölda hollráða um bókaskriftir.
Uppskeruhátíð sumarlestrarins var haldin með pompi og prakt á aðalsafni síðastliðinn föstudag.
Lestrarganga í Kópavogi hefur opnað og er hún samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Nú liggur fyrir hvaða bækur voru vinsælastar hjá lánþegum Bókasafns Kópavogs árið 2016.
Jakobína og Rúna láta af störfum hjá Bókasafni Kópvogs.
Málverkasýning Steinars Ársælssonar, Fjallasýn opnaði á Bókasafni Kópavogs 15. júní og stendur til 13. júlí.
Bóksafn Kópavogs hefur á undanförnum mánuðum tekið í notkun græna stefnu í starfsemi sinni.
Bókasafn Kópavogs hóf útlán raf og hljóðbóka í samvinnu við Landskerfi bókasafna í dag, 1. Júní.
Sumarnámskeið 14. – 18. ágúst á Bókasafni Kópavogs.
Fyrir ári síðan var ráðist í umfangsmiklar breytingar á Bókasafni Kópavogs, þar sem barnadeild safnsins fluttist m.a. af efstu hæð hússins og niður á jarðhæð.
Sýningin Beðið eftir vori stendur til 12. apríl.
„Þegar Jón úr Vör fæddist fyrir hundrað árum síðan, árið 1917, átti hann sex eldri systkini. Er einhver hér sem á sex systkini?“
Jón úr Vör var Kópavogsbúi til áratuga, fyrsti bæjarbókavörðurinn í Kópavogi og skáld sem markaði þáttaskil í íslenskri bókmenntasögu.
Barnafjölskyldur í Kópavogi nutu langrar helgar í vikunni þegar vetrarfrí bættist aftan á hefðbundna helgarleyfið.
Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins í Kópavogi hefst á laugardaginn kemur, 21. Janúar 2017, en þann dag verða 100 ár liðin frá fæðingu Jóns úr Vör fyrsta bæjarbókavarðar Kópavogs.
Við áramót er horft yfir farinn veg og nú í janúar er Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, að gera upp nýliðið ár á safninu.
Listamaðurinn Guðbjörg Sigmundsdóttir, eða Gugga, opnaði einkasýningu á aðalsafni Bókasafns Kópavogs um miðjan janúar.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs frá 1. janúar 2017.
Bókasafn Kópavogs og Soroptimistaklúbbur Kópavogs hafa gert með sér samkomulag um að klúbbfélagar sinni nú útkeyrslu bóka til þeirra lánþega sem nýta sér heimsendingarþjónustu safnsins.
Bókasafn Kópavogs lagði í síðusta mánuði þjónustukönnun fyrir lánþega sína.
Myndlistarsýning Öllu Plugari var opnuð fyrr í mánuðinum á aðalsafni Bókasafns Kópavogs.
Á Bókasafni Kópavogs er dagur myndlistar nú haldinn hátíðlegur, en hátíðahöldin standa allan mánuðinn.
Á aðalsafni Bókasafni Kópavogs hefur verið opnuð ný og glæsileg sýningaaðstaða fyrir myndlistarfólk í sal á fyrstu hæð safnsins.
Dagur læsis er 8. september og þá er jafnframt haldið upp á dag bókasafnanna.
Breyttur afgreiðslutími á aðalsafni frá 1. september 2016
Í dag er síðasti starfsdagur Ingu Kristjánsdóttur, barnabókavarðar, sem hefur unnið á Bókasafni Kópavogs frá árinu 1991.